top of page
Heimavinnsla afurða

Netnámskeið um úrvinnslu kindakjöts frá slátrun að fullbúinni vöru

Samstarf Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands um gerð kennsluefnis og námskeiða á netinu fyrir smáframleiðendur á kindakjötsafurðum.

Fullvinnsla á kindakjöti heima á sveitabæjum sem og hjá öðrum smáframleiðendum, mun líklega fara vaxandi á næstu árum.  Leyfisveitendur og eftirlitsaðilar krefjast þess í mun ríkari mæli að framleiðendur geti sýnt fram á sannanlegan hátt, að þeir hafi faglega þekkingu og reynslu til að geta framleitt öruggar og góðar vörur.

Með þessu námskeiði, er þeim sem hafa áhuga á úrvinnslu  kindakjöts, gert mögulegt að sækja sér yfirgripsmikla þekkingu á netinu og að lokum, með prófun, staðfesta tilskylda kunnáttu.

Um námið á netinu

  • Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands með dyggri aðstoð Framleiðnisjóðs eru bakhjarlar þessa verkefnis.
    Námsefnið er unnið úr ýmsum gögnum s.s. úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið í Matís og forverum þess.

  • Höfundar efnisins, eins og það birtist hér, er unnið af Óla Þór Hilmarssyni Kjötiðnaðarmeistara, Guðjóni Þorkelssyni MS.c og prófessor í matvælafræði, Þóru Valsdóttir MS.c matvælafræði, Snorra Karl Birgissyni BS.c matvælafræði og Júlíu Sigurbergsdóttur aðalbókara. Ólafur Rögnvaldsson sá um kvikmyndun og Sigurður Heimir Guðjónsson margmiðlunarfræðingur sá um grafík og vefhönnun.
     

  • Hvernig fer námið fram

    • Nemandi sendir þátttökutilkynningu til Matís, þar sem fram kemur nafn, kennitala, heimilisfang og netfang.

    • Fær þá senda greiðslutilkynningu í heimabanka.

    • Þegar staðfest greiðsla liggur fyrir, fær viðkomandi sendan innskráningarkóða á vefsvæði, þar með er viðkomandi nafn, kennitala og staðfest þátttaka er fengin.

  • Réttindi og viðurkenningar

    • Hver kafli er sjálfstæð kennslueining. Eftir yfirferð hvers kafla fyrir sig kemur próf í formi spurninga. Að lokinni próftöku kemur fram hvaða spurningum hefur verið svarað rétt og hverjum ekki, hægt er að endurtaka prófið eins oft og þurfa þykir.

    • Þegar öllum köflum hefur verið lokið með a.m.k. 80% réttum svörum í hverjum þeirra, er staðfest af nemanda, að prófum sé lokið. Eftir það lokast á frekari próftöku en efnið verður áfram aðgengilegt nemandanum.

    • Viðkomandi fær sent viðurkenningarskjal þar sem staðfest er af kennurum að þessu námi sé lokið með fullnægjandi hætti.

Efnisyfirlit

 Kafli I  Aðbúnaður

a) Örverur á Kjöti

b) Örverum á Kjöti haldið niðri
c) Leyfismál, gæðahandbók og 
innra eftirlit
d) Umbúðamerkingar matvæla

e) Markaðsmál

Kafli II  Vinnslan
a) Slátrun
b) Kjötmat, almennt um kindakjötsmat
c) Sögun/úrbeining
d) Söltun 
e) Reyking
f) Marinering

g) Hráverkun og pylsugerð

h) Pökkun matvæla

Ef búið er að útbúa aðgang fyrir þig, skal smella hér til hliðar.
Ef ekki, skaltu hafa samband við olithor@matis.is

bottom of page