top of page
Heimavinnsla afurða

Netnámskeið um úrvinnslu kindakjöts frá slátrun að fullbúinni vöru

​

Samstarf Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands um gerð kennsluefnis og námskeiða á netinu fyrir smáframleiðendur á kindakjötsafurðum.

​

Fullvinnsla á kindakjöti heima á sveitabæjum sem og hjá öðrum smáframleiðendum, mun líklega fara vaxandi á næstu árum.  Leyfisveitendur og eftirlitsaðilar krefjast þess í mun ríkari mæli að framleiðendur geti sýnt fram á sannanlegan hátt, að þeir hafi faglega þekkingu og reynslu til að geta framleitt öruggar og góðar vörur.

Með þessu námskeiði, er þeim sem hafa áhuga á úrvinnslu  kindakjöts, gert mögulegt að sækja sér yfirgripsmikla þekkingu á netinu og að lokum, með prófun, staðfesta tilskylda kunnáttu.

​​

​

​

​

​

Um námið á netinu

  • Matís og Landbúnaðarháskóli Íslands með dyggri aðstoð Framleiðnisjóðs eru bakhjarlar þessa verkefnis.
    Námsefnið er unnið úr ýmsum gögnum s.s. úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið í Matís og forverum þess.

  • Höfundar efnisins, eins og það birtist hér, er unnið af Óla Þór Hilmarssyni Kjötiðnaðarmeistara, Guðjóni Þorkelssyni MS.c og prófessor í matvælafræði, Þóru Valsdóttir MS.c matvælafræði, Snorra Karl Birgissyni BS.c matvælafræði og Júlíu Sigurbergsdóttur aðalbókara. Ólafur Rögnvaldsson sá um kvikmyndun og Sigurður Heimir Guðjónsson margmiðlunarfræðingur sá um grafík og vefhönnun.
     

  • Hvernig fer námið fram

    • Nemandi sendir þátttökutilkynningu til Matís, þar sem fram kemur nafn, kennitala, heimilisfang og netfang.

    • Fær þá senda greiðslutilkynningu í heimabanka.

    • Þegar staðfest greiðsla liggur fyrir, fær viðkomandi sendan innskráningarkóða á vefsvæði, þar með er viðkomandi nafn, kennitala og staðfest þátttaka er fengin.

​

  • Réttindi og viðurkenningar

    • Hver kafli er sjálfstæð kennslueining. Eftir yfirferð hvers kafla fyrir sig kemur próf í formi spurninga. Að lokinni próftöku kemur fram hvaða spurningum hefur verið svarað rétt og hverjum ekki, hægt er að endurtaka prófið eins oft og þurfa þykir.

    • Þegar öllum köflum hefur verið lokið með a.m.k. 80% réttum svörum í hverjum þeirra, er staðfest af nemanda, að prófum sé lokið. Eftir það lokast á frekari próftöku en efnið verður áfram aðgengilegt nemandanum.

    • Viðkomandi fær sent viðurkenningarskjal þar sem staðfest er af kennurum að þessu námi sé lokið með fullnægjandi hætti.

Efnisyfirlit

​

 Kafli I  Aðbúnaður

a) Örverur á Kjöti

b) Örverum á Kjöti haldið niðri
c) Leyfismál, gæðahandbók og 
innra eftirlit
d) Umbúðamerkingar matvæla

e) Markaðsmál

​

Kafli II  Vinnslan
a) Slátrun
b) Kjötmat, almennt um kindakjötsmat
c) Sögun/úrbeining
d) Söltun 
e) Reyking
f) Marinering
​
g) Hráverkun og pylsugerð

h) Pökkun matvæla

Ef búið er að útbúa aðgang fyrir þig, skal smella hér til hliðar.
Ef ekki, skaltu hafa samband við olithor@matis.is

bottom of page